hagnýtt

Hér getur  þú nálgast hagnýtar upplýsingar er snúa að

kilju- og bókaprentun.

Hagnýtar upplýsingar

Pappír:

Pappír er framleiddur til pentunar í örkum eða á rúllu.  Gerðir pappírs eru mismunandi hvað varðar þykkt, húðun og þéttleika. Kiljur eru prentaðar á bókapappír sem er óhúðaður og frekar gljúpur.  Tímarit, bæklingar og fréttabréf eru oftast prentuð á myndapappír sem er húðaður og frekar þéttur pappír.  Þykkt pappírs er mæld í grömmum á m².  Prentpappír er allt frá 60 grömmum á m² upp í 400 gr. á m². og jafnvel þykkari.

Harðspjald/bindi:

Harðspjald er í bindið utan um bókina.  Bindið er búið til úr pappa sem samanstendur af hliðum og kili.  Síðan er bindið límt saman með bókbandsefni eða áprentaðri pappírsörk.

PDF skjal:

Algengasta skráartegund í dag.  Ending hennar er .pdf og hún geymir m.a. prentupplýsingar, liti, letur og myndir.

Kjölur:

Kjölur getur verið beinn eða rúnnaður.  Kiljur eru með beinan kjöl en innbundnar bækur oftast með rúnnaðan kjöl.

Álímingur:

Er áprentuð pappírsörk, oftast lökkuð eða plasthúðuð sem límir saman pappaspjöld og kjöl á bindi bókarinnar.  Stundum er bókbandsefni notað á álíming að hluta.

Saurblað:

Er það sem límir bindið við bókina. Saurblöð eru oft prentuð í myndabókum.  Þau eru notuð í innbundnum bókum en sjaldnast í kiljum.

Kjölkragi:

Er skreyting sem notuð er til að loka sárinu þar sem arkirnar í bókinni koma saman við kjöl hennar.

Gylling:

Er þrykkt á með hita og fólíu úr gulli eða litaðri fólíu.  Klisja er smíðuð með myndinni eða textanum sem þrykkja skal á pappírinn eða bókbandsefnið.

Upphleyping:

Er gerð með gúmmíkliskju sem inniheldur mynd eða texta sem þrykktur er í pappírinn.  Við upphleypingu kemur myndin út úr pappírnum en í niðurhleypingu fer myndin niður í pappírinn.

Plasthúðun:

Er oft kölluð laminering.  Plasthúðun er notuð til að kápa eða álímingur endist betur.  Plastið er örþunn filma sem límd er á pappírinn. Hún getur verið glansandi eða mött.

Lökkun/partalökkun:

Lökkun er notuð til að hlífa prentun.  Hún getur veri mött eða glansandi.  Partalökkun er notuð til að lakka hluta myndar eða texta til að ná fram mismunandi áhrifum í áferð.  Ýmsar lakkaðferðir eru til eins og olíu- og vatnslakk eða UV lökkun.

NORDICRPINTING | BOGABRAUT 960 I 262 REYKJANESBÆR I PETUR@NORDICPRINTING.COM